Myndband: Reed hitti Jimmy Fallon

Masters sigurvegarinn Patrick Reed var meðal gesta á Jimmy Fallon Show í vikunni. Hinn umdeildi Reed stóð sig vel í viðtalinu og var að sjálfsögðu í græna jakkanum.

Þeir Fallon og Reed ræddu saman um mót helgarinnar og þá sagði Reed meðal annars að hann langaði helst að vera í græna jakkanum að eilífu en því miður þarf hann að skila honum eftir ár þegar næsta Masters mót fer fram.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is