Myndband: Rahm gagnrýndur eftir lokahringinn í Phoenix

Spánverjinn Jon Rahm var í toppbaráttunni á Waste Management Phoenix Open mótinu sem lauk í gær á PGA mótaröðinni.

Rahm endaði að lokum í 11. sæti en hann var á tímabili einu höggi á eftir efstu mönnum á lokahringnum.

Þegar hann kom á 13. holu var Rahm farinn að missa efstu menn frá sér. Lélegt vipp á holunni gerði það að verkum að Rahm lamdi kylfunni niður og er það ekki í fyrsta sinn sem þessi frábæri kylfingur nær ekki að hemja sig á golfvellinum.

Twitter sérfræðingar um allan heim voru ekki sáttir með viðbrögð Rahm og létu nokkrir í sér heyra. Dæmi hver fyrir sig.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is