Myndband: Ótrúlegar síðari níu holur Fleetwood

Tommy Fleetwood sigraði í gær á sínu fjórða Evrópumóti þegar að hann bar sigur úr býtum á Abu Dhabi HSBC Championship mótinu annað árið í röð.

Fleetwood lék ótrúlegt golf á lokahringnum og kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari. Hann byrjaði hringinn fremur rólega og var bara á einu höggi undir pari eftir níu holur.

Þá skipti Fleetwood um gír og setti hvert púttið ofan í á fætur öðru. Hann fékk sex fugla á síðari níu holunum og kom því í hús á sjö höggum undir pari og samtals á 22 höggum undir pari. Samantekt frá síðari níu holunum má sjá hér að neðan.