Myndband: Ótrúleg björgun hjá Grace

Suður-Afríkubúinn Branden Grace átti högg dagsins á þriðja hring BMW SA Open mótsins sem fram fer um þessar mundir á Evrópumótaröðinni.

Grace hafði slegið yfir 7. flötina og átti eftir nánast ómögulegt vipp úr glompu þar sem flötin hallaði öll frá honum. 

Grace leysti stöðuna frábærlega og setti að lokum gott pútt niður fyrir pari. 

Fyrir lokahringinn er Grace í öðru sæti, höggi á eftir Chris Paisley sem leiðir. Hér er hægt að lesa nánar um þriðja hringinn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is