Myndband: Ósáttur með höggið en fór holu í höggi

D. A. Points fór holu í höggi á 7. holu Bay Hill vallarins á Arnold Palmer Invitational mótinu sem hófst í gær á PGA mótaröðinni.

Points notaði 6 járn í draumahöggið en þegar hann sló höggið mátti sjá á honum að hann var ekki sáttur með framkvæmdina. 

Bandaríkjamaðurinn gat því lítið annað en hlegið þegar boltinn rataði í holu og David Feherty, sem lýsti mótinu, sagði eftirfarandi: „Ég velti því fyrir mér hvað gerist þegar hann slær gott högg.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is