Myndband: Örn Ólafíu Þórunnar á lokahringnum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 4. sæti á Indy Women in Tech Championship mótinu sem lauk í dag á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék hringina þrjá á 13 höggum undir pari í heildina og kláraði mótið með frábærum erni á lokaholunni.

Sérfræðingar LPGA mótaraðarinnar völdu högg Ólafíu, ásamt flottu höggi Lexi Thompson, högg lokadagsins. Hér fyrir neðan er hægt að sjá höggin.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Lexi Thompson stóð uppi sem sigurvegari.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is