Myndband: Önnur hola í höggi á British Masters

Eddie Pepperell gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrsta hring British Masters mótsins sem fer fram á Evrópumótaröðinni um þessar mundir. Nánar er hægt að lesa um það með því að smella hér.

Degi seinna, á öðrum degi mótsins, náði Shane Lowry einnig draumahöggi allra kylfinga þegar hann sló beint í holu á 5. holunni. Holan er venjulega um 170 metra löng en bolti Lowry lenti 10 sentímetra fyrir framan holu áður en hann lak niður.

Lowry er samtals á 2 höggum yfir pari í mótinu eftir tvo hringi og er meðal annars jafn gestgjafanum Justin Rose í 43. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is