Myndband: Ólafía Þórunn í viðtali á golfþingi GSÍ

Golfþing Golfsamband Íslands fór fram um helgina í Laugardalshöll. Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mætti meðal annars í viðtal hjá sambandinu og ræddi við Huldu Bjarnadóttur um síðustu ár sem atvinnukylfingur í golfi.

Ólafía Þórunn stiklaði á stóru þar sem hún fer yfir upplifun sína á fyrsta mótinu á LPGA mótaröðinni, hennar fyrsta risamóti og hvernig hún hefur þurft að bregðast við auknum áhuga fjölmiðla.

Það og fleira má sjá í viðtalinu hér fyrir neðan á Youtube rás Golfsambandsins.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is