Myndband: Nýjasta nýtt hjá Bryson DeChambeau

Bryson DeChambeau hefur marg oft skilið eftir fleiri spurningar en svör með athæfum sínum síðan að hann hóf að leika á PGA mótaröðinni.

Nú virðist hann vera farinn að æfa sig að klára sveifuna sína öfugt miðað við það sem hann gerir venjulega og til að æfa þetta er hann tilbúinn að fórna öðrum manneskjum.

Bubba Watson deildi myndbandi af athæfi DeChambeau á samfélagsmiðli sínum og spurði bandaríska golfsambandið hvort þetta væri leyfilegt.

PGA mótaröðin birti einnig myndbandið frá öðru sjónarhorni.

Hvort hann fari að gera þetta úti á velli er ekki vitað.