Myndband: Noren fór holu í höggi

Svíinn Alex Noren átti högg dagsins á þriðja keppnisdegi Hero World Challenge mótsins sem fer nú fram á Bahama eyjum.

Noren fór holu í höggi á 17. holunni sem spilaðist rúmlega 160 metra löng.

Höggið var fullkomið, lenti rétt fyrir framan holu og rúllaði eins og gott pútt niður í holu.

Seinni níu holurnar hjá Noren voru ansi skrautlegar en hann fékk alls einn þrefaldan skolla, einn skolla, þrjá fugla og tvo erni á holunum níu. 

Fyrir lokahringinn er Noren jafn í 8. sæti á 8 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is