Myndband: Molinari, Rahm og Olesen slá út á sjó

Líkt og svo oft á tímabilinu voru nokkrir af bestu kylfingum heims fengnir til að hita upp fyrir mót helgarinnar á mótaröðinni sem er að þessu sinni lokamót tímabilsins, DP World Tour Championship.

Að þessu sinni voru þeir Thorbjörn Olesen, Francesco Molinari og Jon Rahm fengnir til að taka þátt í keppni þar sem þeir slógu út á skotmörk í töluverðri fjarlægð.

Ryder fyrirliðinn Thomas Björn tók þátt í myndbandinu sem skipstjóri úti á sjó en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is