Myndband: Ný auglýsing frá Tiger Woods og Nike

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Tiger Woods fagnaði sínum 15. risatitli þegar hann bar sigur úr býtum á Masters mótinu var Nike búið að birta nýja auglýsingu. Að sjálfsögðu var Woods allt í öllu í auglýsingunni.

Fyrir lokahringinn í gær voru rétt um 11 ár síðan Woods vann risamót síðasta. Í millitíðinni lenti Woods í miklum hremmingum, bæði líkamlega og andlega.

Þetta var því mikið afrek hjá Woods í gær og hafa margir kallað þetta mestu og bestu endurkomu í sögu íþróttanna. Auglýsingin er ansi mögnuð og alveg vert að horfa á hana.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is