Myndband: Mickelson slær í gegn í nýrri auglýsingu

Auglýsing frá Mizzen-Main hefur heldur betur vakið athygli á undanförnum sólarhring þar sem enginn annar en Phil Mickelson fer á kostum. 

Í auglýsingunni er Mickelson að auglýsa skyrtu frá fyrirtækinu og tekur hann létt dansspor í leiðinni. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.

„Augljóslega er þetta ekki sá hlutur sem mér líður best með,“ sagði Mickelson um danssporin. „Amy (kona Mickelson) sagði mér svo að láta þá vita að ég gæti tekið orminn, og eftir það var ekki aftur snúið.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is