Myndband: Lopez fór holu í höggi á 17. holu

Gaby Lopez, sem er í forystu eftir þrjá hringi á Blue Bay LPGA mótinu, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á þriðja hringnum.

Draumahöggið kom á 17. holu en Lopez fattaði ekki strax að hún hefði farið holu í höggi. Það var ekki fyrr en hún heyrði fagnaðarlætin sem hún brosti og gaf kylfusveini sínum fimmu.

Lokahringur Blue Bay mótsins fer fram í nótt og er Lopez með högg í forskort á efsta kylfing heims, Ariya Jutanugarn.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is