Myndband: Lokahringur Wade Ormsby ásamt lokapútti Rafa Cabrera Bello

Lokadagurinn á UBS Hong Kong Open mótinu hafði upp á margt að bjóða og var spennan mikil allt fram á síðustu holu. Það fór að lokum svo að Wade Ormsby stóð loksins uppi sem sigurvegari á Evrópumótaröðinni eftir 13 ár á mótaröðinni og 263 mót.

Ormsby endaði mótið á 11 höggum undir pari og sigraði með minnsta mun, eða einu höggi. Höggi á eftir honum urðu þeir Paul Peterson, Julian Suri, sem fékk skolla á 17. holunni, Alexander Björk og Rafa Cabrera Bello, en tveir síðast nefndu fengu báðir skolla á lokaholunni.

Lokahringinn lék Ormsby á 68 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Hann fékk fjóra fugla og tvo skolla á hringnum í dag. Mörg af hans bestu höggum komu þegar mest á reyndi, en samatekt frá hringnum hans má sjá hér að neðan.

Ormsby fékk sjálfur skolla á 18. brautinni, en þá voru hann og Cabrera Bello jafnir. Cabrera Bello átti möguleika að jafna við Ormsby á 18. brautinn, en missti stutt pútt sem sjá má hér að neðan.