Myndband: Leikmenn Evrópumótaraðarinnar hrekkja aðdáendur

Ryder stjörnurnar Ian Poulter, Martin Kaymer, Padraig Harrington og Lee Westwood tóku þátt í einstaklega skemmtilegum hrekk á vegum Evrópumótaraðarinnar á dögunum.

Kylfingarnir voru fengnir til að kenna nokkrum aðdáendum sínum golf, en með þeim skilyrðum að þeir áttu að leiðbeina þeim á eins vitlausan hátt og þeim datt í hug.

Niðurstaðan var bráðskemmtileg og má sjá hana hér fyrir neðan í myndbandinu. Poulter slær meðal annars í gegn þar sem hann bendir konu á að best sé að fleygja kylfunum til þess að fá betri tilfinningu fyrir sveiflunni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is