Myndband: Lang spilar golf á Íslandi

Erik Anders Lang hefur undanfarin ár ferðast um heiminn og spilað golf að atvinnu. Á meðan hefur Bandaríkjamaðurinn tekið upp golfævintýri sín og birt í samstarfi við Skratch fyrirtækið á hinum ýmsu miðlum.

Í dag birti hann nýtt myndband þar sem hann ferðast um Ísland og spilar golf á Arctic Open mótinu og fer til Siglufjarðar og spilar á nýja vellinum þar á bæ.

Þá spjallar hann einnig við framkvæmdarstjóra GA, Steindór Ragnarsson, og Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallahönnuð.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í vetur sem fjallað er um Lang á Kylfingi en hann talaði mjög vel um Ísland í hlaðvarpi á Golf WRX vefsíðunni þar sem hann benti á að það gæti verið skemmtilegra að fara til Íslands í golfferð en til Skotlands.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig:

Hugsanlega betra að fara í golfferð til Íslands en Skotlands

Ísak Jasonarson
isak@vf.is