Myndband: Justin Thomas slær högg sem er martröð flestra kylfinga

Það er eflaust martröð margra kylfinga að „shanka“ boltann. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það þegar þú hittir boltann á hælinn á kylfunni og við það skýst boltinn beint til hægri. Oft á tíðum þegar það skeður þá vill það gerast aftur og aftur.

Yfirleitt er mikill munur á höggum hins almenna kylfings og atvinnukylfings, sama hvort um gott eða slæmt högg sé að ræða. En þegar kemur að „shanki“ þá er enginn munur. Justin Thomas lenti í því að „shanka“ boltann um helgina á Genesis Open mótinu og má sjá myndband af því hér að neðan. Munurinn liggur samt í því að hann náði að bjarga pari með fallegu vipphöggi.

Annað myndband sýnir þegar hann er að slá höggið eftir að hafa „shankað“ boltann. „Shankið“ kom á 9. braut og endaði boltinn á þeirri 10. Í myndbandinu hér að neðan sést hann slá höggið á 10. brautinni og svo veifar hann hollinu sem er að labba niður brautina.