Myndband: Jordan Spieth setur tæplega 30 metra pútt ofan í

Jordan Spieth lék á 68 höggum á öðrum hring Sony Open mótsins og er eftir daginn jafn í 48. sæti á samtals þremur höggum undir pari. Hann er töluvert á eftir efsta manni, sem er Brian Harman, en hann er á samtals 13 höggum undir pari.

Spieth er búinn að eiga frekar skrautlegt mót. Til að mynda fékk hann átta högg á eina holuna í gær þar sem að hann sló öll átta höggin. 

Það sama var upp á teningnum í dag. Á einni holunni lenti hann í því að slá teighöggið sitt til vinstri og stefndi boltinn beint út í trén. Að venju kallaði Spieth á eftir boltanum sínum um að fara ekki í trén. Boltinn gerði nú ekki alveg það sem hann bað um, heldur gerði hann gott betur og fór beint af trénu inn á braut.

Það var ekki það eina sem gerðist á hringnum heldur átti hann einnig eitt af höggum dagsins. Hann setti þá niður tæplega 30 metra pútt og má sjá myndband af púttinu hér að neðan.