Myndband: Jordan Spieth fagnar með Rickie Fowler

Eins og fram hefur komið var það Rickie Fowler sem stóð uppi sem sigurvegari á Hero World Challenge mótinu sem lauk á sunnudaginn. Fowler átti frábæran lokahring, en hann kom í hús á 61 höggi, eða 11 höggum undir pari.

Hann endaði með að sigra mótið með fjórum höggum. Eftir sigurinn var Fowler tekinn í viðtöl eins og við var að búast, en það sem gerðist í viðtalinu var ekki eitthvað sem sést á hverjum degi. 

Þar sést Jordan Spieth koma og fagna með Rickie Fowler. Alltaf gaman þegar miklir keppnismenn geta samglaðst hvor öðrum.