Myndband: John Daly fór holu í höggi

Chubb Classic mótið fór fram um helgina, en mótið er hluti af Championship mótaröðinni (öldungamótaröð PGA). Það var Joe Durant sem stóð uppi sem sigurvegari á samtals 19 höggum undir pari, fjórum höggum betur en næstu menn. 

Á 13 höggum undir pari endaði hinn skrautlegi John Daly. Það væri kannski ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á lokahring mótsins.

Höggið kom á 16. holu dagsins og var þetta annar örn hringsins hjá Daly. Hann lék lokahringinn á fimm höggum undir pari. Myndband af högginu hjá Daly má sjá hér að neðan og er nokkuð ljóst að um högg helgarinnar var að ræða.