Myndband: Hver er besta par 3 hola í heimi?

Hvaða par 3 hola er sú besta í heimi? 17. holan á TPC Sawgrass vellinum? 16. holan á Cypress Point?

Þeir Charlie Rymer, Damon Hack, Geoff Shackelford og Gary Williams veltu þessari spurningu fyrir sér í Morning Drive þættinum á Golf Channel og voru ekki sammála um bestu holuna enda úr mörgu að taka.

Hér fyrir neðan má sjá sérfræðinga Golf Channel rökræða hvaða par 3 hola er sú besta í heimi.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is