Myndband: Hola í höggi hjá Pepperell valið högg mánaðarins

Ótrúlega hola í höggi Eddie Pepperell á British Masters mótinu var valið högg október mánaðar á Evrópumótaröð karla í dag.

Draumahögg Pepperell kom á 9. holu Walton Heath vallarins sem spilaðist rúmlega 150 metra löng. Pepperell sló fullkomna lengd og lenti bolti hans ofan í holu og skaust þaðan beint upp í loftið áður en spuninn kom boltanum aftur í holu.

Sjón er sögu ríkari:

Ísak Jasonarson
isak@vf.is