Myndband: Hola í höggi hjá Moore á TPC Sawgrass

Ryan Moore fór holu í höggi á einni frægustu golfholu heims í dag, 17. holunni á TPC Sawgrass vellinum. Moore er meðal keppenda á Players meistaramótinu sem fer fram á vellinum á PGA mótaröðinni.

17. holan spilaðist rúmlega 110 metra löng í dag þar sem flaggið var fremst á flötinni en höggið hjá Moore flaug beint í holu. Myndband af því má sjá hér fyrir neðan.

Þetta er í níunda skiptið í sögu Players meistaramótsins sem kylfingur nær holu í höggi á 17. holunni. Sergio Garcia afrekaði það síðast árið 2017.

Þegar fréttin er skrifuð er Moore á 5 höggum undir pari eftir 13 holur í mótinu en hann hóf leik á 10. teig.


17. holan á TPC Sawgrass.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is