Myndband: Hola í höggi hjá Molinari

Dubai Duty Free Irish Open mótið hélt áfram í dag. Efstu menn eru á átta höggum undir pari en annar hringurinn er við það að klárast.

Þrátt fyrir að dagurinn sé ekki að kveldi kominn er ljóst að Edoardo Molinari mun að öllum líkindum eiga högg dagsins. Hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í dag.

Höggið kom á 14. holunni sem er 183 metrar að lengd. Eftir höggið var Molinari samtals á parinu og nokkuð öruggur í gegnum niðurskurðinn. Hann lenti aftur á móti í því að fá tvöfaldan skolla á lokaholunni og endaði því á tveimur höggum yfir pari. Því er ljóst að hann mun ekki komast í gegnum niðurskurðinn en þeir kylfingar sem eru á einu höggi yfir pari og betur komast áfram.

Myndband af högginu má sjá hér að neðan.

 

🚨HOLE-IN-ONE 🚨 @dodomolinari at the 14th hole 👏🏻 #DDFIrishOpen #RolexSeries

A post shared by European Tour (@europeantour) on