Myndband: Högg september mánaðar á Evrópumótaröðinni

Alex Noren sló högg september mánaðar á Evrópumótaröð karla þegar hann tryggði liði Evrópu lokastigið í Ryder keppninni gegn Bandaríkjamönnum í París.

Aðdáendur mótaraðarinnar kusu pútt Noren það besta í mánuðinum en hann minnti heldur betur á sig þegar félagar hans voru nú þegar farnir að fagna sigrinum í Ryder keppninni.

Myndband af högginu má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is