Myndband: Högg dagsins og samantekt frá öðrum degi AT&T Pebble Beach Pro-Am mótsins

Annar hringur AT&T Pebble Beach Pro-Am mótsins var leikinn í gær og er það Dustin Johnson og Beau Hossler sem fara með forystu inn í helgina.

Johnson var í miklu stöðu á Monterey vellinum, en leikið er á þremur völlum í mótinu. Hann sló hvert glæsihöggið á fætur öðru og kom að lokum í hús á 64 höggum. Phil Mickelson var einnig í miklu stuði í gær og átti hann mörg frábær höggin. Hann er jafn í fimmta sæti á níu höggum undir pari.

Samantekt frá öðrum deginum inniheldur mikið af höggum frá þessum tveimur kylfingum, en samantektina má sjá hér að neðan

Það var samt Peter Malnati sem átti besta högg dagsins. Höggið kom á sjöundu holunni á Pebble Beach vellinum. Malnati var í glompu og eins og sést í myndbandinu hér að neðan sást varla í höfuðið á honum. Höggið endaði að sjálfsögðu ofan í holunni.