Myndband: Högg ársins á Áskorendamótaröðinni

Högg David Law á Terre dei Consoli Open mótinu síðasta sumar hefur verið valið högg ársins á Áskorendamótaröðinni árið 2016.

Aðdáendur um allan heim tóku þátt í kosningunni og fékk Law meira en fjórðung allra atkvæða.

Höggið sló Law á 3. holunni á lokahringnum og hjálpaði það honum að enda meðal 15 efstu í mótinu.

Í öðru sæti var svo högg Jordan Smith sem kom á Cordon Golf Open og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is