Myndband: Högg aprílmánaðar á Evrópumótaröðinni

Besta högg aprílmánaðar á Evrópumótaröðinni kom frá Spánverjanum Jorge Campillo. Hann gerði sér lítið fyrir og sló ofan í af um 50 metra færi fyrir erni. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Höggið kom á 15. holu lokahringsins á Volvo China Open mótinu og var það fyrir erni. Hann byrjaði síðari níu holurnar þennan daginn á þremur fuglum í röð, síðan komu tvö pör og svo þessi örn. Hann komst þá á 16 högg undir pari og var jafn í efsta sætinu. 

Honum tókst þó ekki að sigra mótið, en það var að lokum Alexander Björk sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu á samtals 18 höggum undir pari.