Myndband: Helstu tilþrif fyrsta hringsins á CJ Cup

Þriðja mót tímabilsins á PGA mótaröðinni hófst í nótt þegar 78 kylfingar hófu leik á CJ Cup mótinu í Suður-Kóreu. Leikið var við nokkuð erfiðar aðstæður sem sást vel á skorinu en besta skor fyrsta hringsins var fjögur högg undir pari sem er töluvert verra en tíðkast á mótaröð þeirra bestu í heimi.

32 kylfingar léku á pari eða betra skori en enginn þó betur en Chez Reavie sem er í forystu á 4 höggum undir pari.

Myndband af helstu tilþrifum fyrsta dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is