Myndband: Haraldur á tveimur yfir pari eftir 15

Haraldur Franklín Magnús er búinn með 15 holur á fyrsta hring Opna mótsins sem hófst í morgun. Hann er samtals á tveimur höggum yfir pari en hans fyrsti fugl kom á 10. holu sem má sjá hér fyrir neðan.

Fyrri níu holurnar hjá Haraldi voru nokkuð góðar framan af. Hann fékk skolla á annarri holu dagsins og síðan annan á fimmtu holunni. Þess á milli kom hann sér í góð færi og var nálægt því að næla sér í fugla. 

Hann fékk svo aftur á móti tvo skolla í röð á holum 8 og 9 þar sem að hann missti meðal annars örstutt pútt á 9. holunni og var hann því kominn fjögur högg yfir par. 

Á seinni níu hefur hann svo leikið frábært golf en eftir fuglinn á 10. holu fylgdu fuglar á 13. og 14. holu. Hann fékk hins vegar skolla á 15. holu og er því á tveimur höggum yfir pari þegar þrjár holur eru eftir. Hérna má svo fylgjast með gangi mála.