Myndband: Hápunktar þriðja hringsins á Valero Texas Open

Það eru þeir Andrew Landry og Zach Johnson sem fara með forystu inn í síðasta hring Valero Texas Open mótsins. Þeir eru báðir á 13 höggum undir pari, einu höggi á undan næstu mönnum.

Nóg var um fína drætti á hringnum í gær, þar sem Martin Laird setti meðal annars niður tæplega 30 metra pútt fyrir erni og var það högg gærdagsins. Chris Kirk átti einnig langt pútt sem rataði í holuna, en hann setti niður um 16 metra pútt fyrir fugli.

Trey Mullinax átti besta hring gærdagsins þar sem að hann bætti vallarmetið. Hann spilaði á 62 höggum. Það hjálpaði mikið að vippa tvisvar sinnum í á síðari níu holunum, annað vippið kom á 16. holunni.

Hápunkta frá þriðja hringnum má sjá hér að neðan.