Myndband: Hápunktar lokahringsins á RBC Heritage

Japaninn Satoshi Kodaira stóð uppi sem sigurvegari á RBC Heritage mótinu, fór fram um helgina á PGA mótaröðinni.

Fyrir lokahringinn var Kodaira sex höggum á eftir Ian Poulter. Eftir níu holur var Poulter í góðum málum á samtals 14 höggum undir pari, en fimm skollar á síðari níu holunum ollu því að hann helltist úr lestinni. Á meðan lék Kodaira við hvern sinn fingur og kom í hús á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari og endaði jafn Si Woo Kim.

Leika þurfti bráðabana um sigur í mótinu og var 18. holan leikin tvisvar. Báðir kylfingar fengu par í bæði skiptin. Því var 17. holan leikin og fékk þá Kodaira fugl á meðan Kim missti sitt pútt. Þetta var fyrsti sigur Kodaira á PGA mótaröðinni.

Hápunkta lokahringsins má sjá í myndbandi hér fyrir neðan.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is