Myndband: Hahn lá kylliflatur eftir misheppnað golfhögg

Í undirbúningi sínum fyrir Sony Open mótið sem fer fram á PGA mótaröðinni þessa helgina lenti Bandaríkjamaðurinn James Hahn í erfiðri stöðu við glompu.

Boltinn hans lá alveg við glompuna og hefði hann þurft að standa vel fyrir neðan hann til þess að geta vippað boltanum áfram.

Hahn ákvað að slá á léttu nóturnar og hlaupa til boltans líkt og Happy Gilmore. Höggið reyndist algjörlega misheppnað og ekki bætti úr skák að Hahn tók einnig væna byltu í kjölfarið. Myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is