Myndband: Grayson Murray í kröppum dansi

Þriðji hringur CareerBuilder Challenge mótsins er langt kominn og er það Austin Cook sem er í forystu þegar þetta er skrifað, á 19 höggum undir pari.

Leikið er á þremur völlum, LaQuinta vellinum, Nicklaus Tournament vellinum og Stadium vellinum. Stadium völlurinn er aðal völlurinn og verður lokahringurinn leikinn á honum á morgun. Á 16. holu vallarins er eflaust ein dýpsta sandgryfja sem kylfingar PGA mótaraðarinnar þurfa að glíma við á hverju ári.

Grifjan er um 20 fet að dýpt, sem er um 6 metrar. Það getur því reynst þrautinni þyngra að komast ofan í hana í heilu lagi. Grayson Murray fór ansi skemmtilega að því að komast ofan í, en hann ákvað bara að renna sér niður brekkuna. 

Myndband af því má sjá hér að neðan og sést þá vel hversu langt niður þarf að fara til að komast í sandgryfjuna sjálfa.