Myndband: Golfboltinn sem breytti leiknum

Það eru margar ástæður fyrir því að atvinnukylfingar dagsins í dag slá lengra en forverar þeirra á stærstu mótaröðum heims.

Bestu kylfingar heims eru alla jafna í betra formi, golfkylfurnar eru orðnar betri og þá eru golfvellirnir í betra standi.

Þó svo að öll fyrrnefnd atriði hafi klárlega áhrif á högglengd hafa sérfræðingar einbeitt sér sérstaklega að golfboltanum.

Á Youtube síðu Vox er farið yfir sögu golfboltans og þá sérstaklega golfboltans sem breytti leiknum og gerði kylfingum kleift að slá töluvert lengra en áður. 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is