Myndband: Glæsileg viðbrögð upptökumanns

Þrátt fyrir fjölmörg glæsileg högg á lokahringnum á Dell Technologies Championship mótinu á mánudaginn var það upptökumaður PGA mótaraðarinnar sem stal senunni fyrir sín tilþrif.

Marc Leishman var í erfiðri stöðu á 18. holu TPC Boston vallarins og ætlaði sér að vippa boltanum inn á flöt. Höggið heppnaðist ekki betur en svo að það stefndi beint í átt að upptökumanni sem á einhvern ótrúlegan hátt náði bæði að koma sér frá högginu og halda áfram að mynda Leishman.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

 

Being a golf cameraman requires both quickness and anticipation.

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is