Myndband: Garcia fleygði drævernum eftir lélegt upphafshögg

Masters sigurvegarinn Sergio Garcia missti algjörlega stjórn á skapi sínu á Valero Texas Open mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni.

Eftir lélegt teighögg á 5. holunni á öðrum hringnum fleygði Garcia drævernum sínum beint út í skóg við teiginn. Stuttu seinna hélt hann svo út í skóginn og náði í dræverinn. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Garcia er samtals á tveimur höggum yfir pari í mótinu en þegar fréttin er skrifuð er hann höggi frá öruggu sæti um helgina.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is