Myndband: Frábært upphafshögg hjá Dustin Johnson

Þriðji hringur Mexico Championship Heimsmótsins er í fullum gangi. Eins og staðan er núna er það Dustin Johnson  sem er í forystu á samtals 12 höggum undir pari. Næstur honum er Rory McIlroy á 10 höggum undir pari.

Johnson sýndi góða takta á fyrri níu holunum áðan og átti hann til að mynda eitt af höggum dagsins þegar að hann sló upphafshöggið sitt á annarri holu dagsins um einn metra frá holunni. Hann fékk örn á holunni en mynband af erninum má sjá hér að neðan.