Myndband: Fínir taktar hjá Spieth og Mickelson á AT&T Pro-Am

Fimm kylfingar deila forystunni á AT&T Pebble Beach Pro-Am eftir tvo daga. Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Jordan Spieth, Phil Mickelson, Scott Langley, Paul Casey og Lucas Glover.

Nokkur af bestu tilþrifum annars dagsins má sjá hér fyrir neðan en þar eru þeir Jordan Spieth og Phil Mickelson í aðalhlutverki auk Tony Romo sem sýndi mögnuð tilþrif.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is