Myndband: Fimm bestu höggin á Rocco Forte Open

Rocco Forte Open mótinu á Evrópumótaröðinni lauk á Sikiley fyrr í dag. Það var Svíinn Joakim Lagergren sem stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana á samtals 16 höggum undir pari.

Það var mikið um flotta takta um helgina en Francesco Laporta var til að mynda hársbreidd frá því að fara holu í höggi á 7. holunni. Það var þó ekki valið besta högg helgarinnar en sá heiður féll í skaut Julien Guerrier sem var nálægt því að slá ofaní af löngu færi á 10. holunni.

Fimm bestu högg helgarinnar má sjá í myndbandinu hér að neðan.