Myndband: Fimm bestu höggin á CIMB Classic

Líkt og venjulega á PGA mótaröðinni mátti sjá fjölmörg frábær tilþrif á móti helgarinnar, CIMB Classic.

Ástralinn Marc Leishman stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á 26 höggum undir pari en þetta var fjórði sigurinn hans á mótaröðinni.

Leishman átti eitt af höggum helgarinnar en auk hans voru meðal annars Paul Casey og Danny Lee á topp-5 listanum sem PGA birti á heimasíðu sinni.

Hér fyrir neðan er myndband af bestu höggunum:

Ísak Jasonarson
isak@vf.is