Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar í Indlandi

Það var Matt Wallace sem stóð uppi sem sigurvegari um helgina á Hero Indian Open mótinu á Evrópumótaröðinni. Leika þurfti bráðabana, en í honum voru Wallace og Andrew Johnston.

Eins og eftir hvert mót birtir Evrópumótaröðin lista yfir fimm bestu högg helgarinnar og er hægt að sjá þau öll hér að neðan.

Sigurvegari helgarinnar á tvö af bestu höggunum. Annars vegar þegar að hann vippaði ofan í og hins vegar þegar að hann nýtti sér halla í flötinni á par 3 holu.

Johnston á einnig eitt af höggum helgarinnar, en hinir tveir eru Sébastien Gros og Clément Sordet.

 

5. 😲 4. 💯 3. ➡️ 2. 👊 1. 👏 The top five shots from the #HIO2018.

A post shared by European Tour (@europeantour) on