Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar í Ástralíu

ISPS Handa World Super 6 Perth mótið kláraðist í gær á Evrópumótaröðinni. Mótið, sem er samblanda af höggleik og holukeppni, endaði þannig að Kiradech Aphibarnrat hafði betur gegn James Nitties í úrslitaleiknum.

Það var þó nokkuð um fína drætti í mótinu og á sigurvegari helgarinnar fimmta besta högg mótsins. Aðrir kylfingar sem eiga eitt af fimm bestu höggum helgarinnar eru þeir Marcus Fraser, David Lipsky og að lokum Lee Westwood, en hann á tvö högg á listanum.

Fimm bestu högg helgarinnar má sjá í myndbandinu hér að neðan.