Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar á Spáni

Það var Jon Rahm sem bar sigur úr býtum á Opna spænska meistaramótinu sem lauk nú á sunnudaginn. Þetta var þriðji sigur Rahm á Evrópumótaröðinni.

Nóg var um fína drætti og sást það vel á skori keppenda. Rahm endaði mótið á 20 höggum undir pari. Alls luku 38 kylfingar leik á 10 höggum undir pari eða betur. 

En það eru ekki alltaf efstu menn í lok hvers móts sem eiga bestu högg helgarinnar. Rahm átti þó eitt af bestu höggum helgarinnar, en það var kosið þriðja besta höggið. Besta högg helgarinnar átti að þessu sinni Marc Warren.

Aðrir kylfingar sem áttu eitt af fimm bestu höggum helgarinnar voru þeir Rafa Cabrera Bello (5), Andy Sullivan (4) og Henric Sturehed (2). Öll höggin má sjá hér að neðan.