Myndband: Fékk 500 tilraunir til að fara holu í höggi

Evrópumótaröðin fékk á dögunum Ítalann Edoardo Molinari í skemmtilega tilraun þar sem hann fékk 500 tilraunir til að fara holu í höggi á rúmlega 130 metra langri par 3 holu.

Molinari, sem hefur þrisvar sigrað á Evrópumótaröðinni og leikið í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum, sló höggin 500 á 12 klukkutímum og var grátlega nálægt því að fara holu í höggi strax í fyrsta höggi.

Líkurnar á því að atvinnukylfingur fari holu í höggi eru 2.500 á móti einum og því vildi Evrópumótaröðin komast að því hvort að Molinari tækist að fara holu í höggi þegar hann fengi 500 tilraunir við bestu aðstæður.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is