Myndband: Er Cameron Davis örv- eða rétthentur?

Cameron Davis sigraði um helgina á Opna ástralska mótinu eftir frábæran lokahring upp á 64 högg. Hann endaði mótið einu höggi á undan þeim Jonas Blixt og Matt Jones. Með þessum góða árangri tryggðu þeir sér allir þátttökurétt á Opna breska, sem verður leikið síðar á þessu ári á Carnoustie vellinum.

Þá er það stóra spurningin, mun Cameron Davis leika með kylfur ætluðum rétthentum eða örvhentum? Því það lítur út fyrir að það skipti ekki máli þegar kemur að Cameron Davis.

Myndband sem birtist á netinu sýnir hann slá með báðum gerðum af kylfum og sést voðalega lítill munur á þessum tveimur sveiflum. Hver getur dæmt fyrir sig, en myndbandið er að sjá hér að neðan.