Myndband: Edoardo Molinari á högg júlí mánaðar

Það má með sanni segja að júlí mánuður hafi verið góður fyrir ítölsku bræðurna Francesco og Edoardo Molinari. Ásamt því að hafa unnið Opna mótið þá var greint frá því í dag að Francesco Molinari væri í valinu um kylfing júlí mánaðar. Edoardo hreppti síðan hnossið fyrir besta högg júlí mánaðar. 

Höggið hjá Edoardo kom á Opna írska mótinu og var það á öðrum degi mótsins sem hann sló það. Það kom á 14. holu mótsins en holan er um 183 metrar að lengd. Höggið má sjá hér að neðan.