Myndband: Donaldson fór holu í höggi í Suður-Afríku

Walesverjinn Jamie Donaldson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrsta hring ársins á Evrópumótaröðinni sem fór fram í dag á BMW SA Open.

Donaldson, sem tryggði Evrópu sigurinn í Ryder bikarnum árið 2014, fór holu í höggi á 14. holu í dag sem spilast jafnan sem 158 metra löng par 3 hola.

Eftir fyrsta hringinn er Donaldson jafn í 31. sæti á 2 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is