Myndband: DeLaet nálægt því að fara holu í höggi á par 4 holu

Þriðji dagur PGA meistaramótsins er nú í gangi. Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner er enn í forystu en þó getur margt breyst áður en dagurinn klárast.

Kanadabúinn Graham DeLaet var nálægt því að skrá nafnið sitt í sögubækurnar fyrr í dag en hann var grátlega nálægt því að fara holu í höggi á 14. holunni, sem er stutt par 4 hola.

DeLaet setti svo niður púttið fyrir erni og fékk þar að auki örn á næstu holu. Hann er kominn upp í 12. sæti í mótinu og verður líklega í toppbaráttunni á lokahringnum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is